Tómstundir nemenda í 1. - 4. bekk
Eins og kynnt var í vor verður gert hlé á skóladegi barna í 1.-4. bekk á milli kl. 11. og 12 í vetur. Þann tíma gefst börnunum tækifæri á að sinna ýmsum tómstundum.
Hér má sjá dagskrána fyrir það sem er í boði í frístundinni milli kl. 11 og 12. Mikilvægt er að börnin séu skráð í eitt viðfangsefni á dag. Ef nemendur eiga að vera skráðir í tónlistartíma verður að skrá þá fyrst í Tónlistarskólann á Ísafirði og fá þar nöfn á kennurum sem taka að sér kennslu í frístundinni. Einnig þarf að skrá börnin í íþróttaskóla HSV, ekki er nóg að skrá bara í námskeiðin. Það skal þó tekið fram að börnin eru á ábyrgð skólans og verða undir eftirliti í öllum frístundum.
Á skólasetningardaginn 22. ágúst n.k. verða fulltrúar frá HSV og TÍ í anddyri GÍ og geta leiðbeint við skráningu ef aðstoðar er þörf.