VALMYND ×

Tími reiðhjólanna runninn upp

Síðustu daga og vikur hefur það færst í aukana að nemendur komi á reiðhjóli í skólann, enda vorið í augsýn. Því er ekki úr vegi að fara yfir skyldubúnað reiðhjóla.

  • Reiðhjólahjálmur 
  • Bremsur á fram- og afturhjóli
  • Bjalla (ekki má nota annan hljóðmerkjabúnað)
  • Hvítt eða gult ljós að framan ef hjólað er í myrkri
  • Rautt ljós að aftan ef hjólað er í myrkri
  • Þrístrend glitaugu, rautt að aftan og hvítt að framan
  • Keðjuhlíf
  • Teinaglit
  • Glitaugu á fótstigum
  • Lás 

Nú er um að gera að fara yfir hjólabúnaðinn til að hægt sé að njóta þess að hjóla við sem mest öryggi.

Deila