Tilmæli frá Almannavörnum
Almannavarnanefnd mælist til þess að börn séu heima á morgun eins og kostur er. Skólinn verður opinn, en búast má við versnandi veðri eftir því sem líður á daginn og því gæti reynst erfitt að koma börnunum heim. Förum að öllu með gát!
Við minnum foreldra á að láta vita ef börn þeirra mæta ekki, annaðhvort símleiðis eða í einkaskilaboðum á Facebook síðu skólans.
Deila