Þrettándinn
Þann 6. janúar er þrettándinn en þá er síðasti dagur jóla. Síðasti jólasveinninn fer þá aftur til fjalla eins og eftirfarandi vísubrot eftir Jóhannes úr Kötlum ber vott um:
Svo tíndust þeir í burtu,
- það tók þá frost og snjór.
Á Þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.
Margt skemmtilegt er um að vera á þrettándanum. Þann dag eiga kýr að geta talað mannamál og álfar fara á kreik. Fólk kveður gjarnan jólin með því að safnast saman við þrettándabrennur, skýtur upp flugeldum og syngur. Álfar, huldufólk og jafnvel tröll sjást á sveimi. Einnig má stundum rekast á einn og einn jólasvein sem ekki hefur skilað sér aftur upp til fjalla. (Heimild: Námsgagnastofnun).