VALMYND ×

Þorrablót/góugleði 10.bekkjar

Nú er loksins komið að hinu eina sanna þorrablóti hjá 10. bekk. Vegna fjöldatakmarkana fram í febrúar var ekki hægt að halda það á þorranum sjálfum, en góan er ekkert síðri og því ekki eftir neinu að bíða núna.

Þorrablótið verður haldið fimmtudaginn 10. mars. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhaldið sjálft hefst kl. 19:30. Skemmtiatriði eru í höndum forelda og starfsfólks skólans og að því loknu verður dansinn stiginn við harmonikkuundirleik. Krakkarnir í 10.bekk hafa verið að æfa gömlu dansana á fullu undir leiðsögn Hlífar Guðmundsdóttur og Sveinbjörns Björnssonar og hafa þau öll staðið sig með eindæmum vel.

Þorrablót nemenda 10.bekkjar hafa verið haldin frá árinu 1981 (árgangur 1965) og hefur einu sinni fallið niður, þ.e. í fyrra vegna covid-19.

Deila