Þorrablót 10. bekkjar
Þorrablót 10. bekkjar verður haldið föstudaginn 22. janúar kl. 19:30 á sal skólans. Skemmtiatriði verða í höndum foreldra og starfsmanna skólans, sem hafa unnið að undirbúningi síðustu vikur. Einnig hafa nemendur æft gömlu dansana af kappi, þannig að búast má við frábæru kvöldi.
Gestir koma sjálfir með sinn mat í trogum ásamt áhöldum, en 10. bekkur selur drykki á staðnum. Húsið opnar kl. 19:00.
Deila