VALMYND ×

Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Í dag kom Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur með meiru, í heimsókn til okkar. Hann hélt fyrirlestur sem ber nafnið Verum ástfangin af lífinu fyrir 10. bekk, hvatningarfyrirlestur, þar sem hann brýnir fyrir nemendum að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd, þrautsegju, koma fallega fram, gera góðverk, sinna litlu hlutunum daglega og setja sér markmið. 

Þá bauð hann nemendum á miðstigi upp á fyrirlesturinn Tendrum ljós fyrir lestri. Þar kynnti hann bækurnar sínar, hvatti nemendur til að nýta bókasafnið sem mest og lesa meira til að öðlast ríkari orðaforða og meira sjálfstraust. 

Við hvetjum foreldra til að taka samtalið heima um fyrirlestrana og mögulega eru til einhverjar bækur á heimilum nemenda eftir Þorgrím. 

Deila