Þegar Trölli stal jólunum
Á morgun, föstudaginn 7. desember, verður frumsýnt í sal skólans leikritið ÞegarTrölli stal jólunum eftir Dr. Seuss, en um er að ræða árlegt 1. des. leikrit nemenda. Leikstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir og aðstoðarleikstjóri Agnes Ósk Marzellíusardóttir, en leikarar eru úr 8. - 10. bekk G.Í.
Krakkarnir hafa einungis haft þrjár vikur til þess að æfa og setja upp sýninguna, þannig að æfingar hafa verið mjög stífar undanfarið.
Fyrsta sýning er klukkan 20:00 á morgun og er ætluð 8. - 10. bekk. Sýningar fyrir almenning verða á laugardag kl. 13:00 og á sunnudag kl. 14:00.
Miðaverð er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir yngri en 16 ára.
Deila