VALMYND ×

The 4 elements sigruðu í Freestyle

Sigurvegarar Freestyle 2014, The 4 elements.
Frá vinstri: Bryndís, Þuríður Kristín, Marta Sóley og Hafdís Bára.
Sigurvegarar Freestyle 2014, The 4 elements. Frá vinstri: Bryndís, Þuríður Kristín, Marta Sóley og Hafdís Bára.
1 af 2

Í dag kepptu 5 hópar nemenda úr 6. og 7. bekk G.Í. og Grunnskólans á Þingeyri í freestyle dansi í sal skólans. Keppnin var hörð eins og venjulega, en úrslit urðu þau að The 4 elements frá G.Í. sigruðu, en það eru þær Hafdís Bára Höskuldsdóttir, Bryndís Natcha Chaemram,  Marta Sóley Hlynsdóttir og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir.

Í 2. sæti urðu Cowboy girls, en það eru þær Ásrós Helga Guðmundsdóttir, Karólína Anna Russ, Minica Janina Kristjánsdóttir og Lísbet Óla Steinsdóttir frá G.Þ. Í 3. sæti hafnaði svo Breikarinn Daníel Wale Adeleye, sem dansaði einn síns liðs.

Dómarar voru þau Henna Riika Nürmi,  Atli Þór Gunnarsson og Salóme Katrín Magnúsdóttir.