Tekið höndum saman gegn einelti
Í gær var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti og tóku nemendur og starfsfólk G.Í. höndum saman í þeirri baráttu og klæddust þeir sem gátu einhverju grænu, í stíl við verndarann í eineltishringnum. Mikið var rætt um þær miklu og slæmu afleiðingar sem einelti getur haft og þá nauðsyn að uppræta þennan vágest, en eins og við vitum þá græðir enginn á einelti. Verkefnavinna dagsins var fjölbreytt inni í bekkjum og að lokum teiknuðu allir útlínur annarrar handar sinnar, skrifuðu einhverjar vel valdar setningar eða orð á þær og hengdu upp til að minna okkur öll á það hvern einasta dag hversu alvarlegt einelti er.
Deila