Tarzan tekur völdin
Núna í tveimur síðustu vikunum fyrir jól er mikil gleði í íþróttatímunum. Tarzan tekur öll völd í íþróttasalnum við Austurveg og á Torfnesi, þar sem boðið er upp á hinn vinsæla Tarzanleik þar sem nemendur sveifla sér í köðlum og leika hinu ýmsu listir sínar.
Í síðasta sundtímanum fyrir jól fá svo allir nemendur að hafa sundleikföng meðferðis ef þeir kjósa svo. Skilyrði er þó að að allar fígúrur séu uppblásnar og geymdar í Sundhöllinni fyrir og eftir sundtíma til að einfalda krökkunum skipulagið og utanumhaldið.
Það má því búast við miklu fjöri í íþróttatímunum fram að jólaleyfi.
Deila