VALMYND ×

Takmarkað skólahald

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið auk þess sem sett hefur verið á samkomubann sem gildir frá og með mánudeginum 16. mars kl 00:00 til og með 13. apríl kl. 00:00. Með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Í leik- og grunnskólum verður sett hámark á fjölda nemenda í kennslu í sömu stofu og tryggt að nemendur séu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og mögulegt er.

Það er ljóst að við þurfum að gera sérstakar ráðstafanir til að fara eftir þessum fyrirmælum, t.d. hvað nemendafjölda í kennslustofum snertir, matsal, frímínútum og strætó, svo dæmi séu tekin. Farið verður í nánara skipulag á morgun og munum við uppfæra fréttir hér á heimasíðunni um leið og hægt er og senda tölvupóst til foreldra.

 

Deila