VALMYND ×

Sýning leiklistarvals

Leiklistarval skólans hefur verið að setja upp leiksýninguna Jóladagatalið, sem er eftir leikara í Leikfélagi Hólmavíkur. Leikstjóri er Jóhanna Ása Einarsdóttir og stýrir Sigurrós Eva Friðþjófsdóttir tæknimálum ásamt tækniráði nemenda. Frumsýning verður þriðjudaginn 12.desember kl. 17:00 og önnur sýning miðvikudaginn 13.desember kl. 17:00 í sal skólans. Sýningin er við hæfi allra fjölskyldumeðlima og er aðgangseyrir kr. 500. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir.

Deila