Sumarskemmtun félagsmiðstöðvarinnar
Árleg sumarskemmtun félagsmiðstöðvarinnar Djúpsins verður haldin föstudaginn 9. maí á Suðureyri. Þetta er liður í að loka félagsstarfi vetrarins með pompi og prakt, kveðja 10. bekkinga og bjóða 7. bekkinga velkomna sem að eru að komast upp á unglingastigið í haust.
Stefnan er að byrja á ratleik um Suðureyri og því næst að grilla hamborgara. Þegar allir eru saddir og sælir og hafa skoðað Suðureyri þá er komið að balli í félagsheimilinu.
Rútur eru í boði og fara þær kl 16:30 frá Ísafjarðarbíói. Áætlað er að dagskrá sé lokið um 23:00 og þá er smalað í rútur og haldið heim á leið.
Fargjaldið í rútuna er 500 kr. (1.000 kr. fram og til baka) og svo kostar 1.000 kr. á ballið. Maturinn og gosið er ókeypis og er það Ölgerðinni og Samkaup að þakka sem hafa styrkt þessa hátíð.