Styrkur til fjölmenningar
Nú nýverið veitti Sprotasjóður Grunnskólanum á Ísafirði styrk til að útfæra verkefnið Þríþraut – fjölmenningarlegt verkefni um sjálfsmynd, menningu og fordóma.
Markmið verkefnisins er að vinna markvisst að bættri stöðu nemenda af erlendum uppruna þannig að sá
nemendahópur hafi sömu tækifæri og aðrir nemendur til náms og í lífinu almennt. Skólinn á að geta skilgreint sig
sem fjölmenningarlegan skóla þar sem kennsluhættir henta jafnt öllum nemendum, að valdastaða foreldra
grunnskólabarna sé jöfn (óháð uppruna) og að bæði nemendur og kennarar séu stolt af því að tilheyra
fjölmenningarlegu skólasamfélagi og líti á það sem styrkleika skólans. Markmið verkefnisins er einnig að
vinna markvisst gegn fordómum þannig að allir í skólasamfélaginu hafi tök á að blómstra, óháð sérstöðu
sinni.
Verkefnið verður unnið skólaárið 2016-2017.
Deila