VALMYND ×

Strákamál dansaði til sigurs

Sigurvegararnir þeir Bergsteinn Snær, Einar Torfi og Bjarni Pétur ásamt Sigrúnu Lísu Torfadóttur, dansþjálfara þeirra. (Mynd: Sigrún Lísa Torfadóttir).
Sigurvegararnir þeir Bergsteinn Snær, Einar Torfi og Bjarni Pétur ásamt Sigrúnu Lísu Torfadóttur, dansþjálfara þeirra. (Mynd: Sigrún Lísa Torfadóttir).

Í dag var keppt í Freestyle dansi í sal skólans. Sjö hópar spreyttu sig á dansgólfinu, en þeir hafa æft stíft undanfarnar vikur undir leiðsögn Sigurrósar Evu Friðþjófsdóttur danskennara.

Danshópurinn Strákamál sigraði, en hópinn skipa þeir Bergsteinn Snær Bjarkason, Bjarni Pétur Jónasson og Einar Torfi Torfason, allir úr 7. bekk.

Í öðru sæti urðu Blood girls, en það eru þær Lára Sigrún Steinþórsdóttir, Tanja Snót Brynjólfsdóttir og Tinna Dögg Þorbergsdóttir, allar úr 7. bekk.

Í þriðja sæti hafnaði danshópurinn MTV, en það eru þær Hildur Karen Jónsdóttir, Lára Albertsdóttir og Nikola Chylinska, en þær koma úr 6. bekk. 

Dómarar að þessu sinni voru þær Aldís Dröfn Stefánsdóttir, Henna Riikka Nurmi og Margrét Lilja Vilmundardóttir.

Deila