Stöðvum einelti!
Nemendur láta sig svo sannarlega einelti varða. Nokkrar stelpur í 9. bekk, þær Birta Dögg Guðnadóttir, Ingigerður Anna Bergvinsdóttir, Kolfinna Rós Veigarsdóttir Olsen og Natalía Kaja Fjölnisdóttir, tóku sig því til og gerðu myndband um einelti og hræðilegar afleiðingar þess.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli strax fyrsta sólarhringinn og m.a. verið birt á síðunni bleikt.is.
Gott framtak hjá stelpunum, sem vita sem er að einelti á ekki að líðast og öll getum við lagt okkar af mörkum.
Deila