Stillum saman strengi
Nú er skólinn lagður af stað í umfangsmikið þróunarverkefni sem kallað er Stillum saman strengi. Í því felst meðal annars að við leggjum fyrir fleiri skimanapróf en áður og vinnum markvisst með niðurstöðurnar. Allir kennarar skólans eru að vinna í að bæta kunnáttu sína til að efla lesskilning nemenda, undir leiðsögn frá Háskólanum á Akureyri. Einnig er unnið að aukinni tæknifærni og eru fleiri árgangar að fá spjaldtölvur til afnota í skólanum. Við stígum samt sem áður varlega til jarðar í þessu því það er mikilvægt að láta tæknina þjóna verkefnunum og gæta þess að hún verði til að auka fjölbreytni en ekki bara til að gera allt eins og áður með nýjum verkfærum.
Kynningarfundur fyrir foreldra nemenda í 8. - 10. bekk var haldinn í síðustu viku og fundur fyrir foreldra yngri nemenda verður á morgun, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 18 - 19.
Fleiri fréttir úr skólalífinu má sjá í nýju fréttabréfi, sem leit dagsins ljós í dag.
Deila