VALMYND ×

Sterkari út í lífið

Í upphafi skólaárs er gott fyrir alla sem koma að uppeldi barna að huga að verkfærum til að hjálpa börnunum við að byggja sig upp. 

Heimasíðan Sterkari út í lífið inniheldur fróðleik og verkfæri sem auðveldar foreldrum og fagaðilum samtöl um ýmislegt sem snertir sjálfsmynd barna og unglinga. Inni á síðunni er verkfærakista fyrir samtöl og æfingar sem styrkja sjálfsmynd barna og unglinga.

Við hvetjum alla uppalendur til að kíkja inn á síðuna og nýta sér þetta góða efni sem þar er.