VALMYND ×

Starfsdagur á morgun

Það er mikið líf og fjör í skólanum í dag og margskonar persónur og furðuverur sem mættu í skólann í morgun, enda bolludagur eða maskadagur. Sögupersónur úr Harrý Potter eru áberandi og má því segja að skólinn minni á Hogwart í dag.

Maskadagshefðin er upprunalega rakin til hefðar þegar strákar marseruðu um bæi með söng og betli á bolludag í lok 19. aldar, segir Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðukona Safnahússins á Ísafirði. Hún segir hefðina hafa lagst af á landinu að mestu, nema á Akureyri þar sem siðurinn var svo fluttur yfir á öskudag og breiddist þannig út um landið á ný. Ísfirðingar og nágrannar hafi hins vegar haldið í upprunalega siðinn og klæðast því grímubúningum í dag. „Við vitum allavega um siðinn frá því í kringum 1900 og kannski aðeins fyrr, þá tíðkaðist að börn fóru á milli húsa og rassskelltu með bolluvöndum og fengu bollur og klæddu sig svo upp.“ Hún segir að þá hafi siðurinn ekki einungis náð til barna heldur líka til fullorðinna. Jóna Símonía segir að mögulega gæti siðurinn hafa lagst niður um tíma en að uppúr 1940 hafi verið grímudansleikir á þessum degi og svo hafi börnin eignast daginn (Heimild: ruv.is).

Á morgun, sprengidag, er svo starfsdagur hér í skólanum og geta nemendur því slakað á eftir annasaman dag.