VALMYND ×

Staðan í dag

Það er ómetanlegt fyrir okkur í skólanum að finna skilninginn, samhuginn og þolinmæðina sem foreldrar og samfélagið allt hefur sýnt okkur á undanförnum vikum. Við vonum svo sannarlega að nú fari að sjá fyrir endann á þessum höftum og við getum lokið skólaárinu með eðlilegu skólahaldi. Við erum ekki búin að fá neinar nýjar upplýsingar um framhaldið en vonandi koma þær í næstu viku.
Ekki þarf að gera miklar breytingar á námsmatinu þar sem við höfum nú í nokkur ár notað símat, sem þýðir að verkefni nemenda eru metin jafnóðum og próf og kannanir lögð fyrir jafnt og þétt yfir skólaárið. Kennarar munu nýta öll þessi gögn sem þeir hafa safnað yfir veturinn til að leggja mat á stöðu nemenda í vor. Kannski verða einhver hlutapróf í lok maí, en við verðum að sjá til með það hvernig þeim verður háttað þegar við vitum hvert framhaldið er. Eins verður tekin ákvörðun um skólaferðalag og útskrift í vor þegar við fáum upplýsingar um hvernig skólahaldi verður háttað eftir 4 maí.

Deila