Sóttkví nemenda
Á hverjum degi skólastarfsins það sem af er skólaári, eru nokkrir nemendur og starfsmenn skólans í sóttkví. Það eru ýmsar ástæður fyrir sóttkvínni:
-Úrvinnslusóttkví þegar einstaklingur er með einkenni fer í sýnatöku og bíður eftir niðurstöðum eða fjölskyldumeðlimur með einkenni fer í sýnatöku þá eru allir á heimilinu í úrvinnslusóttkví.
-Sóttkví er þegar einstaklingar hafa umgengist smitaðan einstakling eða verið í sama rými og smitaður einstaklingur. Þá fara viðkomandi í sóttkví í viku og svo sýnatöku. Reynist sýnið neikvætt þá eiga viðkomandi að fara varlega í eina viku í viðbót og eru þá í smitgát.
Skólinn hefur fengið þær upplýsingar að nemendur sem eru í slíkum aðstæðum þurfi að gæta þess að viðhalda tveggja metra nándarreglunni, hafa sér salerni og vera með grímur. Það er erfitt að verða við þessu í skólanum þar sem gangar og skólastofur eru þröngar. Þessa dagana erum við með sérúrræði fyrir nemendur í þessum sporum, þeir ganga inn um sérinngang og eru í kennslustofu sem þeir hafa einir fyrir sig og það er einn og sami kennarinn sem kennir þeim.
Skólinn fær ekki upplýsingar frá heilbrigðisstofnun hvaða einstaklingar eru í sóttkví eða eru smitaðir þannig að það er mjög mikilvægt að foreldrar láti skólann vita og hvaða upplýsingar og leiðbeiningar þeir hafa fengið varðandi sóttkví barna sinna því ástæður og aðstæður eru svo einstaklingsbundnar. Skólinn reynir að verða við öllum aðstæðum en það geta komið upp þær aðstæður í skólanum að við getum ekki sinnt öllum tilvikum t.d. ef það er bara einn nemandi sem á að vera í smitgát eftir sóttkví þá gæti staðan verið sú að við höfum ekki kennara til að kenna einu barni í sérúrræði. Þá þyrfti að finna til önnur úrræði eins og fjarkennslu.
Deila