VALMYND ×

Söngvaseiður

Julie Andrews í hlutverki sínu í Söngvaseið árið 1965.
Julie Andrews í hlutverki sínu í Söngvaseið árið 1965.

Hin árlega 1. des. hátíð skólans verður haldin föstudaginn 29. nóvember næstkomandi.  Þá verður söngleikurinn Söngvaseiður (The sound of music) frumsýndur kl. 20:00 undir leikstjórn Elfars Loga Hannessonar, en sú sýning er einungis fyrir unglingastig skólans. Á eftir munu unglingarnir svo stíga dans fram undir miðnætti.


Aðrar sýningar verða  laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00 og sunnudaginn 1. desember kl. 14:00. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir almenning, en kr. 1.000 fyrir grunnskólanemendur og eldri borgara. Ókeypis er fyrir 6 ára og yngri.

 

Við hvetjum alla til að koma og sjá þessa skemmtilegu leiksýningu, sem nemendur hafa lagt mjög mikla vinnu í, hvort heldur eru leikæfingar, lýsing, hljóð, leikmynd eða annað.