VALMYND ×

Söngkeppni Samfés

Í kvöld fer fram söngkeppni félagsmiðstöðva á Vestfjörðum. Keppnin fer fram á Hólmavík í þetta skiptið og koma keppendur frá flestum félagsmiðstöðvum á norðanverðum Vestfjörðum. Hópur nemenda frá G.Í. leggur af stað nú um hádegið, bæði keppendur og stuðningsmenn, ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Djúpsins.

Við óskum ferðalöngunum góðrar ferðar og góðs gengis, en keyrt verður heim aftur í nótt.

Deila