VALMYND ×

Sólmyrkvi

Föstudaginn 20. mars verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur á Íslandi í rúm 60 ár. Sólmyrkvinn verður á skólatíma og mikil umræða hefur verið meðal kennara um hvernig unnt sé að leyfa nemendum að fylgjast með honum.  Það eru tvo atriði sem strandar á.  Annarsvegar að sólin sést ekki frá skólanum á þessum tíma og hinsvegar hætta á augnskemmdum ef ekki er farið varlega. 

Því bjóðum við foreldrum að sækja börn sín kl. 9:00 á föstudagsmorgninum og fara með þau að fylgjast með sólmyrkvanum, en það er t.d. hægt að gera það frá Félagsheimilinu í Hnífsdal. Þeir foreldrar sem vilja gera það eru beðnir um að láta umsjónarkennara vita fyrir fimmtudaginn 19. mars og einnig að láta vita ef þeir bjóða vinum barna sinna með.

 

Samkvæmt upplýsingum frá augnlækni er HÆTTULEGT að horfa á sólmyrkvann án sólmyrkvagleraugna!

Skólabörn fá ókeypis gleraugu og aðrir eiga kost á að kaupa þau. Flestir kannast við að hægt er að valda bruna með því að beina sólargeislum í gegnum stækkunargler. Hið sama getur gerst í auganu þegar augasteinninn brýtur sólargeislana og beinir þeim í brennipunkt á sjónhimnu augans. Þar sem augað horfir beint í sólina getur því myndast brunagat á versta stað, það er í miðgróf sjónhimnunnar og veldur það blindum bletti í miðju sjónsviðsins, misstórum, með tilheyrandi sjónskerðingu sem oft er varanleg. Augnlæknar beina því til þeirra sem verða með stóra hópa barna að horfa á myrkvann, að brýna fyrir þeim að horfa allan tímann í gegnum gleraugun, það þarf ekki langan tíma til að valda óbætanlegum skaða. 

Deila