VALMYND ×

Skreytingardagur og litlu jól

Á morgun, fimmtudaginn 19. desember, er svokallaður skreytingardagur hér í skólanum. Þá ljúka nemendur við að skreyta og ganga frá bekkjarstofum sínum fyrir litlu jólin og koma öllu í hátíðlegan búning. Viðveran hjá 1. - 4. bekk er eins og venjulega frá 8 - 14, en eldri nemendur verða búnir kl. 13:00. Mötuneytið verður opið í síðasta sinn á þessu ári.

Á föstudaginn verða svo litlu jólin haldin hátíðleg. Þá mæta allir prúðbúnir kl. 9:00 og mæta í sínar bekkjarstofur. Þar verður hátíðleg stund, en auk þess verður gengið í kringum jólatréð samkvæmt venju og einhverjir rauðklæddir sveinar kíkja í heimsókn. Skóladegi lýkur kl. 12:00 og fer strætó kl. 12:10. Dægradvöl er opin frá kl. 12:00 - 16:00 og þar með hefst jólaleyfi nemenda.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 7. janúar 2014 samkvæmt stundaskrá.

Deila