VALMYND ×

Skólinn tilnefndur til verðlauna

Grunnskólinn á Ísafirði hefur verið tilnefndur til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, fyrir verkefnið Nemendaþing um notkun samfélagsmiðla, sem skólinn hélt í október s.l. Dómnefnd velur eitt verkefni sem hlýtur verðlaunin, en auk þeirra verða veitt hvatningarverðlaun til verkefnis sem dómnefnd telur að muni skila árangri til framtíðar. Einnig verður dugnaðarforkur Heimilis og skóla útnefndur, auk þess sem viðurkenningar verða veittar til allra verkefna sem tilnefnd eru.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn sem fram fer í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík, þriðjudaginn 15. maí næstkomandi.

 

Deila