VALMYND ×

Skólasetning

Ágætu foreldrar og forráðamenn!
Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs á nýju skólaári. Við hefðum viljað byrja alveg Covid frí en það er ekki alveg þannig. Skólastarf verður þó með hefðbundnum hætti þar sem börn fædd árið 2005 og yngri eru undanþegin fjöldatakmörkunum og nándarreglum. Fyrir starfsfólk skólans gildir hins vegar eins metra regla og munum við gera allt það sem við getum til að halda sóttvörnum eins og lög gera ráð fyrir. Að því sögðu er skólasetning með öðrum hætti en við höfðum hugsað okkur og boðum við einn árgang í einu.  Hann byrjar saman í matsal og fer síðan með umsjónarkennara í heimastofur. Við getum því miður ekki tryggt foreldrum tveggja metra fjarlægðarmörk og biðjum við ykkur að sýna því skilning að fylgja börnum ykkar ekki á skólasetningu í þetta skipti.  Þetta þykir okkur mjög miður en okkur er gert að takmarka komur gesta í skólahúsnæðið. Eftir þennan dag eru foreldrar velkomnir til að sinna mikilvægum erindum í skólann og hafa þá samband við ritarann og gæta að fjarlægðarmörkum og smitgát.

Tímasetningar fyrir skólasetningar 24. ágúst eru eftirfarandi;
kl. 09:00 Skólasetning 2. bekkur
kl. 09:30 Skólasetning 3. bekkur
kl. 10:00 Skólasetning 4. bekkur
kl. 10:30 Skólasetning 5. bekkur
kl. 11:00 Skólasetning 6. bekkur
kl. 11:30 Skólasetning 8. bekkur
kl. 12:00 Skólasetning 9. bekkur
kl. 12.30 Skólasetning 10. bekkur

Deila