VALMYND ×

Skólanum færðir skjávarpar að gjöf

Thelma Hjaltadóttir og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir við afhendingu skjávarpanna. (mynd. www.bb.is)
Thelma Hjaltadóttir og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir við afhendingu skjávarpanna. (mynd. www.bb.is)

Thelma Hjaltadóttir formaður Foreldrafélags G.Í. færði skólanum í dag tvo nýja skjávarpa að gjöf. Var það ákveðið eftir að félagið frétti af brýnni þörf skólans fyrir slíkan tækjakost. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, tók við þessari veglegu gjöf og segir að skjávarparnir komi svo sannarlega að góðum notum.