VALMYND ×

Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar

Fulltrúar skólans talið frá vinstri: Guðrún Kristín, Lára Sigrún, Anna María, Snjólaug, Pétur Ernir, Birkir og Benedikt Hrafn.
Fulltrúar skólans talið frá vinstri: Guðrún Kristín, Lára Sigrún, Anna María, Snjólaug, Pétur Ernir, Birkir og Benedikt Hrafn.

Grunnskólinn á Ísafirði hefur um árabil tekið þátt í stóru upplestrarkeppninni, sem haldin er ár hvert á meðal nemenda í 7. bekk. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og hefur markvisst verið unnið með þá þætti íslenskunnar í árgangnum í vetur og allir því tekið þátt í keppninni sem slíkri.


Í morgun fór skólahluti keppninnar fram á sal skólans, en þar lásu ellefu nemendur upp sögubrot og ljóð og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði.  Af þessum ellefu voru svo fimm nemendur valdir áfram til að taka þátt í aðalkeppninni, sem haldin verður í Hömrum miðvikudaginn 13. mars n.k.

Fulltrúar skólans verða þau Anna María Daníelsdóttir, Birkir Eydal, Lára Sigrún Steinþórsdóttir, Pétur Ernir Svavarsson og Snjólaug Ásta Björnsdóttir. Varamenn þeirra verða Guðrún Kristín Kristinsdóttir og Benedikt Hrafn Guðnason.

Dómarar í morgun voru þau Halldóra Rósa Björnsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson.

Við óskum þátttakendum öllum til hamingju með árangurinn og bíðum spennt eftir að fylgjast með okkar fulltrúum í lokakeppninni 13. mars.

 

 

 

Deila