Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Í morgun fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar, þar sem valdir voru fulltrúar skólans til að taka þátt í lokahátíðinni sem fram fer þriðjudaginn 13. mars n.k.
Nítján nemendur úr 7. bekk lásu sögubrot og ljóð og var dómurunum, þeim Margréti Halldórsdóttur, Rannveigu Halldórsdóttur og Sigríði Ó. Kristjánsdóttur vandi á höndum að velja 7 af þessum frambærilegu lesurum. Niðurstaðan varð þó sú að fulltrúar skólans verða þau Anja Karen Traustadóttir, Anna Marý Jónasdóttir, Ástmar Helgi Kristinsson, Daði Hrafn Þorvarðarson, Kristey Sara Sindradóttir, Saga Líf Ágústsdóttir og Solveig Amalía Atladóttir. Til vara verða Borgný Valgerður Björnsdóttir og Sigrún Betanía Kristjánsdóttir.
Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með góða frammistöðu og hlökkum til lokahátíðarinnar.