VALMYND ×

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

11 af 13 upplesurum, en á myndina vantar þær Hafdísi Báru Höskuldsdóttur og Unu Salvöru Gunnarsdóttur.
11 af 13 upplesurum, en á myndina vantar þær Hafdísi Báru Höskuldsdóttur og Unu Salvöru Gunnarsdóttur.

Á föstudaginn kl. 8:00 verður skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal skólans. Þar munu 13 nemendur úr 7. bekk lesa sögubrot og ljóð fyrir sérstaka dómnefnd, sem sker úr um það hverjir munu verða fulltrúar G.Í. á lokahátíð keppninnar, sem fram fer að viku liðinni í Hömrum.

Þeir sem lesa upp á föstudaginn eru: Ásgeir Óli Kristjánsson, Dagný Björg Snorradóttir, Davíð Hjaltason, Egill Fjölnisson, Guðmundur Arnar Svavarsson, Hafdís Bára Höskuldsdóttir, Hilmir Hallgrímsson, Hugi Hallgrímsson, Ívar Breki Helgason, Nikodem Júlíus Frach, Rebekka Skarphéðinsdóttir, Una Salvör Gunnarsdóttir og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir.

Nemendur 7. bekkjar hófu allir þátttöku í keppninni þegar hún var sett á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember s.l.  og hafa æft vel, sérstaklega síðustu vikurnar.