Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Í fyrramálið kl. 8:15 verður skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal skólans. Þar munu 10 nemendur úr 7. bekk lesa sögubrot og ljóð fyrir sérstaka dómnefnd, sem sker úr um það hverjir munu verða fulltrúar G.Í. á lokahátíð keppninnar, sem fram fer að viku liðinni í Hömrum.
Þeir sem lesa upp á morgun eru: Emil Eiríkur Cruz, Hildur Karen Jónsdóttir, Hlynur Ingi Árnason, Jakob Daníelsson, Lísbet Katla Júlíusdóttir, Magni Jóhannes Þrastarson, Margrét Inga Gylfadóttir, Rakel María Björnsdóttir, Sigríður Erla Magnúsdóttir og Þórður Gunnar Hafþórsson.
Nemendur 7. bekkjar hófu allir þátttöku í keppninni þegar hún var sett á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember s.l. og hafa æft vel, sérstaklega síðustu vikurnar.
Deila