VALMYND ×

Skólahreysti

Fimmtudaginn 5. mars keppir Grunnskólinn á Ísafirði í Vestfjarða- og Vesturlandsriðli í skólahreysti, í Mýrinni í Garðabæ kl. 13:00.  Fyrir hönd skólans keppa þau Einar Torfi Torfason í upphífingum og dýfum, Guðný Birna Sigurðardóttir í armbeygjum og hreystigreip og þau Katrín Ósk Einarsdóttir og Gunnar Þór Valdimarsson í hraðaþraut.

Við óskum okkar fólki góðs gengis og fylgjumst spennt með.