VALMYND ×

Skólaferðalag 10.bekkjar

Nú í maí fór 10.bekkur Grunnskólans á Ísafirði í skólaferðalag að Bakkaflöt í Skagafirði, ásamt nokkrum starfsmönnum og foreldrum. Hópurinn hafði eitt og annað fyrir stafni og má þar nefna litbolta, þrautabraut, flúðasiglingu, sundferðir og safnaheimsóknir. Matnum var einnig gerð góð skil og runnu kvöldkaffiveitingar frá foreldrum sérlega vel niður í svanga unglinga. Mikil ánægja var með ferðina hjá nemendum og fararstjórum þar sem hópurinn fékk mikið lof hvert sem hann kom.

Árgangurinn er nú á síðustu metrum grunnskólagöngu sinnar og formlegri kennslu lokið hjá þeim. Vorpróf standa nú yfir og að þeim loknum er þeim boðið upp á starfskynningar hjá fyrirtækjum hér í bæ, útivistardag og lokaball. Útskriftin sjálf er svo þriðjudaginn 7.júní n.k. kl. 20:00 í Ísafjarðarkirkju.

Deila