Skemmtikvöld 10. bekkjar
Síðastliðinn þriðjudag héldu nemendur 10. bekkjar skemmtikvöld í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins fyrir gestina frá Kaufering í Þýskalandi. Þar komu fram margir hæfileikaríkir nemendur úr 10. bekk, sem spiluðu, sungu og lásu upp ljóð. Gestirnir halda svo heim á leið á morgun.
Deila