VALMYND ×

Skákdagurinn 2021

1 af 2

Í dag er Skákdagurinn, en hann er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrrverandi forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik sem er 86 ára í dag var eitt sinn meðal bestu skákmanna heims og teflir enn reglulega og gefur af sér til yngri kynslóða. Í tilefni dagsins var efnt til fjölteflis hér í skólanum. Smári Rafn Teitsson, skákkennari og umsjónarkennari, tefldi við rúmlega 40 nemendur úr 5. - 10. bekk. Úrslitin þarf vart að ræða, en nemendur stóðu sig vel og létu nokkrir hafa aðeins fyrir sér.

Í vetur kennir Smári Rafn skák bæði í vali á miðstigi og unglingastigi og hefur hann vakið upp áhuga, sérstaklega á miðstigi. Skákin er holl hugaríþrótt sem þjálfar rökhugsun og eykur sköpunargáfuna og vonum við að fjölteflið í dag ýti enn frekar undir skákáhuga innan skólans.

Deila