VALMYND ×

Síðustu dagar skólaársins

Nú fer að líða að lokum þessa skólaárs og einungis tveir kennsludagar eftir á mánudag og þriðjudag. Á miðvikudaginn er starfsdagur án nemenda og á fimmtudaginn eru skólaslit. Þá mæta nemendur 1. bekkjar í viðtöl til umsjónarkennara ásamt foreldrum. Nemendur 2. - 7. bekkjar mæta kl. 10:00 þann dag í bekkjarstofur sínar og taka við vitnisburðum vetrarins. Formleg skólaslit verða svo í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00, en þar verða nemendum 8. - 10. bekkjar afhentir vitnisburðir sínir.

Nánari dagskrá þessara síðustu skóladaga má nálgast hér.

Deila