Síðasta vikan fyrir jólaleyfi
Nú fer í hönd síðasta vikan fyrir jólaleyfi. Kennsla verður með nokkuð hefðbundnum hætti fram á miðvikudag, en á fimmtudag verður skreytingadagur, þar sem nemendur skreyta kennslustofur sínar fyrir litlu jólin.
Á föstudag verða litlu jólin frá kl. 9:00 - 12:00. Þá mæta allir spariklæddir í sínar umsjónarstofur og eiga notalega stund, skiptast á jólapökkum, fara í leiki, borða smákökur og syngja og dansa kringum jólatréð í nýja anddyri skólans.
Strætó fer kl. 12:05 þennan dag og þar með hefst jólaleyfið.
Deila