VALMYND ×

Samsöngur

Frá því að skólanum var færður flygill að gjöf haustið 2008, hefur sú góða hefð skapast að nemendur 1. - 7. bekkjar hittast í tveimur hópum í dansstofu skólans og syngja saman. Samsöngurinn er vikulegur og undirleik annast Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.

Nú þegar líða fer að aðventu má búast við að jólatónar fari að hljóma um skólann og verður það virkilega notalegt í svartasta skammdeginu.