VALMYND ×

Samræmdum prófum lokið

Í gær og dag tók 4. bekkur samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði og 7. bekkur gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Fyrirlögnin gekk vel ef frá er talið innanhússvandamál með tölvur í fyrsta prófinu, en því var bjargað eins og best var á kosið og gekk allt eins og smurt eftir það.

Nemendur voru einstaklega einbeittir og gerðu allir sitt besta og því ekki hægt að fara fram á meira. Við þökkum foreldrum og kennurum fyrir þeirra undirbúning og aðstoð.

Deila