VALMYND ×

Samræmd könnunarpróf hefjast í dag

Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008, skal leggja samræmd könnunarpróf fyrir 4., 7. og 10. bekk að hausti ár hvert. Meginhlutverk prófanna er að veita nemendum, foreldrum þeirra og skólum, upplýsingar um námsstöðu við upphaf skólaársins.

 
Dagsetningar samræmdra könnunarprófa þetta haustið eru:

Mánudagur 23. september Íslenska 10. bekkur

Þriðjudagur 24. september Enska 10. bekkur

Miðvikudagur 25. september Stærðfræði 10. bekkur

Fimmtudagur 26. september Íslenska 4. og 7. bekkur

Föstudagur 27. september Stærðfræði 4. og 7. bekkur

 

Allar nánari upplýsingar varðandi prófin má nálgast á heimasíðu Námsmatsstofnunar.

Deila