VALMYND ×

Samráðsdagur/foreldradagur

Miðvikudaginn 1.október er samráðsdagur hér í skólanum, þar sem foreldrar mæta með sínum börnum í viðtal hjá umsjónarkennnara. Foreldraviðtölin endurspegla áherslur leiðsagnarnáms sem skólinn starfar eftir, þar sem námsmarkmið og staða nemenda eru í forgrunni. Viðtölin eru að einhverjum hluta nemendastýrð, þar sem nemendurnir sjálfir kynna nám sitt fyrir foreldrum, með það að markmiði að auka trú þeirra á eigin getu. Nálgunin er misjöfn eftir aldri og þroska nemenda, en mun eflaust valdefla hvern og einn.

 

Deila