VALMYND ×

Rýmingaræfing

Það er að mörgu að hyggja á vinnustað með um 500 manns innanhúss. Eitt mikilvægasta atriðið í skólastarfinu er öryggi allra og þurfum við að vera undirbúin fyrir ýmsar aðstæður sem upp geta komið. Liður í þeim undirbúningi er æfing á rýmingu húsnæðiss ef viðvörunarkerfi fer í gang. Það er mikilvægt að rýming gangi fumlaust fyrir sig og allir þekki sína útgönguleið með tilliti til flóttaleiða og viti af sínu söfnunarsvæði. Þetta æfðum við í morgun undir stjórn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Æfingin gekk eins og best verður á kosið og veðrið lék við okkur, sem gerir allt ferlið þægilegra.

Í framhaldi af æfingu sem þessari er svo farið yfir rýmingaráætlunina í heild og bætt úr hnökrum ef einhverjir eru.

Deila