Rósaball
Í kvöld heldur fjáröflunarnefnd 10. bekkjar Rósaball fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Ballið á sér langa sögu en undanfarin ár hefur það ekki snúist um það að strákar eigi að bjóða stúlkum á stefnumót heldur hefur yfirskriftin verið Para og vinaball. Aðsóknin hefur aukist mikið vegna þess að margir unglingar vilja helst fara með sínum vinum/vinkonum á ball án þess að þurfi að setja á það ákveðinn merkimiða.
Ástæða þess að ballið er haldið á fimmtudegi er sú að helgarnar í febrúar og mars eru þétt setnar af íþróttamótum og stór hópur nemenda sækir mót víðsvegar um landið. Þess vegna verður frí í fyrstu tveimur kennslustundunum hjá 8. - 10. bekk í fyrramálið en að sjálfsögðu eru nemendur velkomnir í skólann og allir kennarar verða við vinnu og geta aðstoðað þá sem vilja nýta tímann til að læra.
Deila