VALMYND ×

Rithöfundur í heimsókn

Í morgun kom rithöfundurinn og myndskreytirinn Bergrún Íris Sævarsdóttir í heimsókn í 6. og 7. bekk og ræddi um skapandi skrif við nemendur. Bergrún Íris hefur skrifað 9 barnabækur og hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin nú á dögunum fyrir bók sína Langelstur að eilífu.

Nemendur kunnu vel að meta heimsóknina og var sérstaklega áhugavert að hlýða á upplestur hennar úr nýjustu bók hennar sem er í smíðum, en það er framhald sögunnar um Kennarann sem hvarf.

Bergrún Íris mun heimsækja Bókasafnið á Ísafirði kl. 17:00 í dag og ræða við börn og foreldra.