Rauður skreytingadagur
Á morgun er skreytingadagur hér í skólanum. Tímaplön haldast óbreytt hjá yngsta- og miðstigi, en unglingastigið fer heim um hádegisbilið.
Við hvetjum alla til að mæta í einhverju rauðu, og/eða jólapeysum á morgun til að gera stemninguna enn betri, en þessi dagur einkennist af skreytingum eins og nafnið gefur til kynna. Lítið verður um bóklegar greinar, en þeim mun meiri áhersla á aðventustemningu, þar sem hver bekkur skreytir sína kennslustofu, leggur lokahönd á allt jólaföndur, hlustar á jólatónlist og nýtur dagsins sem best.
Deila