Pönnukökulagið
Í dag var frumflutt í skólanum Sólarpönnukökulagið eftir Gylfa Ólafsson. Æfing og flutningur var í samstarfi við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásta Kristín Pétursdóttir hefur verið fulltrúi TÍ hér í skólanum í verkefninu syngjandi skóli sem er í 1.-4. bekk. Rúna Esradóttir og Dagný Hermannsdóttir sjá um kórana hjá TÍ og Madis Maekalle stjórnaði blásurum. Höfundur verksins spilaði undir á flygilinn. Foreldrum var boðið að koma og fylgjast með flutningum.
Deila