Páskaleyfi
Þá er 5 frábærum árshátíðarsýningum lokið og virkilega gaman að sjá hversu hæfileikaríka nemendur við eigum hér í G.Í. Myndir frá undirbúningnum og sýningunum sjálfum tínast nú inn á myndasíðuna okkur og hvetjum við ykkur til að kíkja á þær.
Nú tekur páskaleyfið við og hefst kennsla aftur þriðjudaginn 7. apríl.
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar og vonum að allir njóti vel.