PISA könnun
Miðvikudaginn 4. mars verður PISA (Programme for International Student Assessment) könnun lögð fyrir nemendur 10. bekkjar, en hún reynir á færni 15 ára nemenda í náttúrufræði, stærðfræði og lestri.
Rannsóknin er á vegum OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar) og er Ísland ein af 70 þjóðum sem þátt taka í rannsókninni.
Markmiðið er að afla upplýsinga sem nýtast stjórnvöldum, fræðimönnum og skólastjórnendum til að meta núverandi stöðu grunnmenntunar og móta menntakerfi framtíðarinnar. Með endurteknum könnunum fæst bæði samanburður milli landa og einnig mikilvægar upplýsingar um þróun menntamála hér á landi miðað við önnur lönd. Rannsóknin var fyrst framkvæmd árið 2000, endurtekin 2003, 2006, 2009 og 2012 og er nú lögð fyrir í sjötta skiptið.
Deila